Kóði hefur hafið dreifingu á fjárhagsupplýsingum íslenskra fyrirtækja með skráð hlutabréf á NASDAQ OMX. Þjónustan heitir CompanyReports og er fáanleg í gegnum KODIAK Excel. Með auðveldum hætti er nú hægt að nálgast upplýsingar úr árs- og árshlutareikningum fyrirtækja innan sólarhrings eftir að þeir eru birtir.
Þjónustan er í Beta útgáfu eins og stendur en áætlað er að Beta tímabili ljúki 1. apríl.
Hérna eru upplýsingar um Kodiak Excel og hérna eru dæmi um Excel skjöl sem nota þjónustuna.
Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda póst info@kodi.is eða hringja í síma +354 562 2800.