Rauntímagögn úr norrænum kauphöllum

Að nálgast markaðsgögn í rauntíma hefur aldrei verið mikilvægara. Með nýrri útgáfu af KODIAK Pro hafa notendur aðgang að rauntímagögnum frá íslensku kauphöllinni jafnt sem öðrum norrænum kauphöllum.

KODIAK Pro
Nýr KODIAK Pro

Nú er ekki lengur svo að einungis bankar og stórir fjárfestar hafi bolmagn til að kaupa háþróaðar fjármálalausnir. Nýjar, skilvirkar og hagkvæmari lausnir eins og KODIAK Pro hafa sprottið upp þar sem fjárfestar fylgjast með markaðnum í rauntíma. Kóði hefur gert samstarfssamning við Nasdaq OMX sem í kjölfar sameiningar kauphalla á Norðurlöndunum, veitir notendum aðgang að dönsku, finnsku og sænsku kauphöllinni auk þeirrar íslensku.

Nýr KODIAK Pro
Nýr KODIAK Pro

Íslenskur fjármálamarkaður hefur verið að taka við sér og hefur hlutabréfaeign almennings aukist aftur. Fjárfestar kalla í auknum mæli eftir þróuðum lausnum sem eru hagkvæmari en áður. Í dag er krafan orðin sú að fjárfestar geti sent viðskiptapantanir í gegnum sama kerfi og veitir markaðsupplýsingar. Fjárfestirinn er þar með orðinn sjálfstæðari og betur upplýstur.

Direct Market Access
DMA er tæknilausn þar sem fjárfestir sendir viðskiptapöntun óbeint á markaðinn. Þannig nýtir hann svokallaða DMA gátt sem er þjónusta sem fjármálafyrirtæki býður upp á. Viðskiptapöntunin fer svo á markaðinn frá fjármálafyrirtækinu. Nokkur íslensk fjármálafyrirtæki hafa nú þegar tekið þessa tækni upp til að þjónusta sína viðskiptavini enn betur.

KODIAK Pro  með KODIAK Dma eru dæmi um íslenskar hugbúnaðarlausnir sem hafa fjölgað þeim kostum sem sérfræðingum á fjármálamarkaði bjóðast.  Þar að auki hafa þær stuðlað að lægri kostnaði við að stunda verðbréfaviðskipti.