Aukin dýpt í fjármálaupplýsingar Keldunnar

Ný útgáfa af Keldunni er komin út en í henni er lögð áhersla á aukna dýpt í miðlun fjármálaupplýsinga. Yfirlitssíður fyrir hluta- og skuldabréfamarkaði, gjaldmiðla, verðbréfasjóði og vísitölur eru nú hluti af markaðsvakt Keldunnar. Auk þess er hægt að skoða hvert hluta- og skuldabréf sérstaklega með tilliti til viðskiptaupplýsinga, stærstu eigenda, fjárhagsupplýsinga, frétta o.s.frv.

Breytingar og uppfærslur

Fyrst ber að nefna nýja aðalvalmynd efst á síðunni þar sem Keldunni hefur verið skipt upp í markaðsvakt annars vegar og upplýsingaveitu hins vegar. Undir markaðsvakt eru áðurnefndar yfirlitssíður. Upplýsingaveitan býður svo upp á ársreikninga, fasteignaskýrslur, upplýsingar um hlutafélög, lögbirtingar, þjóðskrá og ökutæki svo eitthvað sé nefnt.

Í aðalvalmyndinni má einnig sjá að hægt verður í einhvern tíma að nota “gömlu” Kelduna.

Screen Shot 2015-07-05 at 7.13.58 PM

 

Nú er hægt að leita sérstaklega eftir auðkenni. Leitin er staðsett í aðalvalmyndinni og er mjög einföld í notkun. Um leið og notandinn byrjar að skrifa auðkenni koma tillögur strax fram.

 

Screen Shot 2015-07-05 at 7.04.43 PM

 

Á yfirlitssíðu hlutabréfa gefur að líta helstu tölur markaðarins þann daginn, mesta hækkun og lækkun auk upplýsinga um veltu. Sama tafla er í boði á yfirlitssíðu skuldabréfa.

 

Screen Shot 2015-07-05 at 7.01.27 PM

 

Screen Shot 2015-07-05 at 7.01.38 PM

 

Auk yfirlitssíða eru sérstakar síður fyrir hvert fyrirtæki þar sem hægt er að sjá, auk viðskiptaupplýsinga og grafs, upplýsingar um stærstu eigendur fyrirtækisins, fjárhagsupplýsingar þess og fréttir bæði frá Kauphöllinni og úr Vaktaranum. Hér er Nýherji tekið sem dæmi:

Screen Shot 2015-07-05 at 7.02.35 PM

Screen Shot 2015-07-05 at 7.02.29 PM

Screen Shot 2015-07-05 at 7.02.45 PM

Að lokum má nefna að breytingarnar á Keldunni voru hannaðar með snjallsíma og spjaldtölvur í huga.