Keldan 300+ stærstu fyrirtæki landsins

Keldan hefur birt lista yfir 300 stærstu fyrirtæki landsins miðað við tekjur. Icelandair Group trónir á toppnum með yfir 140 milljarða í tekjur árið 2014. Í öðru sæti er Marel og Icelandic Group er í því þriðja.

Auk þess að birta helstu fjárhagsupplýsingar er nú einnig hægt að sjá upplýsingar um lykilstarfsfólk, dótturfélög og eigendur svo eitthvað sé nefnt.

60 stærstu fyrirtækin eru opin öllum en innskráðir notendur Keldunnar hafa aðgang að öllum listanum.