Kóði og Crankwheel í samstarf

Crankwheel og Keldan
Örvar Þór Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri Kóða og Þorgils Sigvaldason, meðstofnandi Crankwheel, handsala samstarfssamninginn

Kóði hefur gert samning við íslenska sprotafyrirtækið CrankWheel um notkun CrankWheel í sínu sölustarfi en lausnin mun m.a. nýtast til að sýna lausnir Kóða gagnvart erlendum aðilum.

CrankWheel gerir sölumönnum og þjónustuaðilum kleift að sýna viðskiptavinum sínum myndrænar upplýsingar með því að varpa upplýsingunum yfir á skjá viðskiptavinarins í rauntíma.  Viðskiptavinurinn þarf aldrei að sækja neinn hugbúnað því CrankWheel virkar á hér um bil öllum vöfrum og tækjum, þar á meðal snjallsímum.

CrankWheel lausnin nýtist Kóða í aukið sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndum en Kóði kynnir sig undir nafninu Live Market Data fyrir utan landsteinana.  Örvar Þór Ólafsson, sölu- og markaðsstjóri Kóða: “Það er oft krefjandi að ná réttu athyglinni í maður-á-mann sölu þegar viðmælandinn er staddur í öðru landi og þekkir ekki til manns.  Þá reynir á að vera frumlegur og skera sig úr fjöldanum.  CrankWheel er nýtt og frumlegt tól til að sýna okkar vöru “live” á meðan á samtali stendur.  Maður fær 100% athygli á kosti vörunnar og eykur þannig söluárangur”.