Árið 2015 hjá Kóða

Árið hefur verið ansi viðburðarríkt hjá Kóða. Í þessum stutta pistli lítum við um farinn veg og rennum stuttlega yfir verkefni sem hafa skilað sér til þeirra fjölmörgu viðskiptavina sem nýta sér þjónustur Kóða.

KODIAK Excel
Í mars ýttum við úr vör nýrri þjónustu í KODIAK Excel sem nefnist Company Reports. Þjónustan auðveldar aðgengi að fjárhagsupplýsingum skráðra fyrirtækja. Með einföldum hætti er nú til dæmis hægt að kalla eftir tekjum, EBITDA eða hagnaði fyrirtækja beint í Excel.

KODIAK Excel Fish er önnur þjónusta sem  leit dagsins ljós á árinu en með henni er hægt að sækja upplýsingar um landanir, verð, kvóta, út- og innflutning sjávarafurða og fleira beint í gegnum Excel.

Keldan
Keldan er mikilvægur partur af netmiðlarúnti fólks í atvinnulífinu. Í sumar jukum við dýpt upplýsinga á Keldunni til muna. Við bættum við yfirlitssíðum fyrir hlutabréf, skuldabréf, sjóði og svo framvegis auk þess sem hvert hlutabréf fékk sína eigin síðu þar sem koma fram stærstu hluthafar, helstu fréttir, fjárhagsupplýsingar og fleira.

Síminn hf. og Icelandair Group hf. hófu að birta markaðsgögn á fjárfestasíðum sínum með hjálp Keldunnar. Í dag þjónustar Keldan fjárfestasíður hjá 10 af þeim fyrirtækjum sem skráð eru á markað á Íslandi.

300+ stærstu
Í október á þessu ári birtum við lista yfir 300+ stærstu fyrirtæki landsins á Keldunni. Listinn er sífellt í endurskoðun og telur nú yfir 1300 fyrirtæki. Fyrir hvert fyrirtæki er hægt að skoða upplýsingar úr ársreikningi fyrirtækisins eins og stjórn, dótturfélög, stærstu eigendur auk fjárhagsupplýsinga. Listanum var mjög vel tekið og hefur Keldan náð að festa sig enn betur í sessi sem upplýsingaveita atvinnulífsins.

KODIAK Pro
KODIAK Pro 2.0 var gefinn út í sumar, drekkhlaðinn af nýjum fítusum. Nú er hægt að fylgjast með norrænum hlutabréfamörkuðum í rauntíma, nýta sér leitarvél sem skilar yfirliti yfir bréfið í hvelli. Við bættum við vöktunarlista (e. watch list)  en þangað er hægt að safna bréfum sem notendur vilja fylgjast með sérstaklega.

Til þess að bæta uppitíma og rekstraröryggi settum við einnig upp tölvubúnað í Svíþjóð til þess að taka á móti og dreifa markaðsgögnum.

Live Market Data
Kóði hóf sókn sína á erlenda markaði fyrir fjárfestatenglalausnir á árinu undir vörumerkinu Live Market Data. Við fórum í samstarf með Crankwheel sem gera starfsmönnum kleift að deila skjá með viðskiptavinum í gegnum vafra án nokkurra vandræða.

Ný útgáfa af KODIAK OMS kerfinu var rúllað út til markaðsaðila en mikill meirihluti allra viðskipta á íslenskum hluta- og skuldabréfamörkuðum fer í gegnum kerfið.

Eik Fasteignafélag, Reitir Fasteignafélag og Síminn voru skráð á markað á árinu og hlutabréfamarkaðurinn tók þeim vel. Mikil aukning hefur verið á áhuga almennings á hlutabréfum og heimsóknum á Kelduna hefur fjölgað samhliða því.

Árið 2015 var viðburðarríkt og annasamt og það er von okkar að 2016 verði það einnig.

Gleðilegt ár!