Takk fyrir traustið

Í síðustu viku gaf Kóði út KODIAK Pro útgáfu 2.4. Það telst e.t.v. ekki til stórtíðinda en fyrir sprotafyrirtæki eins og okkur er þetta mikilvægur áfangi. Nú eru 4 ár síðan fyrsta útgáfan kom út en KODIAK Pro er í dag eina íslenska lausnin af sínu tagi.

Kóði ehf. var stofnaður rétt eftir efnahagshrunið 2008 með það markmið að bjóða íslenskum fjármálafyrirtækjum upp á hugbúnað og lausnir sem standast ströngustu kröfur. Við viljum nota tækifærið og þakka viðskiptavinum okkar fyrir traustið (og þolinmæðina!) undanfarin ár og vonumst eftir að eiga áfram gott samstarf við ykkur öll. Án ykkar værum við ekki til!

TAKK FYRIR TRAUSTIÐ!

Thor Thors
Framkvæmdastjóri Kóða

Viðskiptavinir okkar eru meðal annars:

Almenni arctica Arion FME Gamma gildi ILS ISB IV joklar Jupiter  lais landsbref Lifsverk live LSR Nasdaq Sameinaði sl stefnir virding_logo

Kvika

KODIAK Pro er hugbúnaður sem er sérstaklega hannaður fyrir fjárfesta, sjóðstjóra og starfsmenn fjármálafyrirtækja eða alla þá sem vilja fylgjast vel með fjármálamörkuðum.  Hægt er að sækja prufu aðgang á https://pro.livemarketdata.com/