3.000 hafa sótt Keldu appið

Frá því að Keldu appið var gefið út í nóvember hafa yfir 3.000 manns sótt það. Í appinu er hægt að fylgjast með hlutabréfamarkaðnum, gengi krónunnar og fréttum af viðskiptalífinu svo eitthvað sé nefnt.

Keldu appið er frítt en markaðsgögnum er almennt seinkað um 15 mínútur. Hægt er að gerast áskrifandi að rauntímagögnum hér.

Appið er að finna í App Store fyrir iPhone og í Google Play fyrir Android síma.