604 kaupsamningar koma inn í fasteignaverðmöt Gangverðs fyrir apríl

Fasteignaskýrslur Gangverðs eru fáanlegar á Keldunni en þar getur þú séð verðmat fasteignar. Hér má sjá sýnidæmi.

Nýlega bætti Gangverð við kaupsamningum sem voru þinglýstir í apríl, 643 samningar. 604 nýtast í uppfærslu á verðmötum Gangverðs, en 39 falla utan skilgreiningarmengis líkansins (ekki fullgert húsnæði, ófullnægjandi upplýsingar og þess háttar). Af þessum 604 samningum voru 374 á höfuðborgarsvæðinu.

Hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu mælist heilt yfir 2,93%. Mest hækkun, 6,72%, mælist á Arnarnesi í Garðabæ. 4,38% hækkun mælist í Mosfellsdal í Mosfellsbæ. Tæplega 4% hækkun mælist líka í nokkrum öðrum hverfum Garðabæjar.