Með KODIAK Pro fylgir nú greiningartól sem við köllum Financial Analysis og á það heima í Market Data felliglugganum efst í kerfinu. Í dag hefst “beta” tímabil fyrir Financial Analysis tólið en á meðan það stendur yfir kostar tólið ekkert aukalega.
Lykiltölur og hlutföll
Með Financial Analysis tólinu er hægt að skoða gröf með lykiltölum á borð við P/E hlutfall, EV/EBITDA og Markaðsvirði. Fyrir hlutföll og lykiltölur eru reiknaðar daglegar tölur miðað við þær upplýsingar sem eru í boði hverju sinni.
Með Financial Analysis tólinu er hægt að skoða gröf með lykiltölum á borð við P/E hlutfall, EV/EBITDA og Markaðsvirði. Fyrir hlutföll og lykiltölur eru reiknaðar daglegar tölur miðað við þær upplýsingar sem eru í boði hverju sinni.
Fjárhagsupplýsingar skráðra fyrirtækja
Innan sólarhrings frá því að uppgjör skráðra fyrirtækja á aðalmarkaðnum eru birt, eru gögn úr uppgjörunum slegin inn í kerfi Kóða. Notendur geta séð graf með þeim hluta rekstrar-, efnahagsreiknings eða sjóðstreymis sem þeim hentar. Einnig er hægt að velja tímabil og skoða þannig til dæmis hvernig “Rekstrartekjur” fyrsta fjórðungs hvers árs hafa þróast yfir tíma.
Innan sólarhrings frá því að uppgjör skráðra fyrirtækja á aðalmarkaðnum eru birt, eru gögn úr uppgjörunum slegin inn í kerfi Kóða. Notendur geta séð graf með þeim hluta rekstrar-, efnahagsreiknings eða sjóðstreymis sem þeim hentar. Einnig er hægt að velja tímabil og skoða þannig til dæmis hvernig “Rekstrartekjur” fyrsta fjórðungs hvers árs hafa þróast yfir tíma.
Bankarnir
Vegna mikils áhuga á fjárhagsupplýsingum stóru bankanna þriggja, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans höfum við einnig safnað þeim saman og eru þær sjáanlegar undir auðkennunum ISB, ARION og LBANK.
Vegna mikils áhuga á fjárhagsupplýsingum stóru bankanna þriggja, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans höfum við einnig safnað þeim saman og eru þær sjáanlegar undir auðkennunum ISB, ARION og LBANK.