Öll íslensk fyrirtæki í leit Keldunnar

Keldan kynnir nýja fyrirtækjaleit þar sem notendur geta flett upp íslenskum fyrirtækjum og auðveldlega fengið upplýsingar um ársreikningaskil og lykiltölur svo eitthvað sé nefnt.

Hvert fyrirtæki fær nú sína eigin síðu á Keldunni þar sem hægt er að kaupa ársreikninga, gildandi skráningu úr hlutafélagaskrá, upplýsingar um fasteignir fyrirtækisins, ökutæki og fleira.

Ekki er nauðsynlegt að vera innskráður notandi til þess að fletta upp í leitinni en skráðir notendur njóta þess að við geymum allar keyptar upplýsingar og komum í veg fyrir að sömu upplýsingar séu keyptar oftar en einu sinni.

Leitin er efst á forsíðu Keldunnar en einnig hér.