Keldan og Capacent hófu samstarf á dögunum um birtingu greiningarefnis. Verðmatsgengi félaga í kauphöllinni sem hefur verið reiknað af sérfræðingum Capacent verða nú framvegis birt á vefsíðu Keldunnar.
Capacent er norrænt ráðgjafafyrirtæki með sex starfstöðvar í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Keldan er upplýsingaveita atvinnulífsins.
Markmið samstarfsins er að auka sýnileika greiningaraðila á fjármálamörkuðum og veita almennum fjárfestum auðveldari aðgang að upplýsingum tengdum fjárfestingum.
Við hjá Keldunni erum mjög ánægð með þetta samstarf og teljum þetta skref í rétta átt hvað varðar gagnsæi og upplýsingamiðlun á íslenskum fjármálamarkaði.