Allar upplýsingar um arðgreiðslur í KODIAK Excel

Í KODIAK Excel er hægt að sækja allar upplýsingar um arðgreiðslur skráðra félaga. Upplýsingar um arðgreiðslur á hlut, arðleysisdaga, arðsréttindadaga og útborgunardaga eru aðgengilegar með föllum og töflum.

Auk þess að veita upplýsingar um arðgreiðslur er hægt að fá leiðréttar verðrunur í KODIAK Excel. Í leiðréttum verðrunum er gert ráð fyrir arðgreiðslum og jöfnun en með slíkum verðrunum geta notendur gert sér betur grein fyrir ávöxtun hlutabréfa.

Hérna er hægt að sækja dæmaskjal sem sýnir útreikninga og teiknar graf með bæði leiðréttri og óleiðréttri verðrunu.

Hægt er að fá prufuaðgang að KODIAK Excel hérna