Deildu fréttum úr Keldu Appinu

Með nýjustu uppfærslu Keldu Appsins geta notendur deilt fréttum með því að renna fingrinum til hægri yfir fyrirsögnina. Þannig er hægt að senda sjálfum sér eða öðrum fréttina í tölvupósti eða annars konar skilaboðum.

keldan_app.PNG

Þá var vafrinn sem er notaður til þess að lesa frétt í heild sinni uppfærður og nú er hægt að velja að opna fréttina t.d. í Safari.

Keldu appið kostar ekkert og er fáanlegt fyrir iPhone og Android síma. Við minnum á að hægt er að fá rauntímaupplýsingar um hlutabréfaverð með því að kaupa rauntímaáskrift hérna.