Tilkynningar í Keldu appinu við miklar verðbreytingar á markaði

Keldan App hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en með premium aðgangi að Keldu appinu fá notendur rauntímaaðgang að hlutabréfa- og gjaldmiðlaupplýsingum. Appið er fáanlegt fyrir iPhone og Android síma.

Nýlega settum við í gang tilkynningaþjónustu sem við köllum Vaktina. Vaktin fylgist með þeim hlutabréfum sem þú velur og lætur þig vita ef eitthvað gerist.

Vaktin:
  • Fáðu notifications í rauntíma þegar hlutabréf hækka/lækka mikið í verði.
  • Fáðu notifications í rauntíma þegar mikil velta er með ákveðin hlutabréf.

Þeir notendur Keldu appsins sem hafa áhuga á premium aðgangi geta breytt áskriftinni sinni hérna:

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við Kelduna með því að senda tölvupóst á info@keldan.is