Berðu saman flutningatölur ICEAIR og WOW – KODIAK Excel

Nú eru gögn um farþegafjölda frá WOW Air, Icelandair Group og Isavia aðgengileg í gegnum KODIAK Excel viðbótina. Þannig er hægt að bera saman fjölda farþega hjá stóru flugfélögunum tveimur með auðveldum hætti innan Excel.

Í byrjun hvers mánaðar birta flugfélögin upplýsingar um farþegafjölda og sætanýtingu. Auk þeirra er hægt að nálgast upplýsingar um farþegafjölda sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll frá Isavia.

Prufuaðgang að KODIAK Excel má fá hér.

Dæmaskjal sem reiknar út hlutdeild flugfélaganna í farþegafjölda um Keflavíkurflugvöll má finna hér.

Hafðu samband við Kóða á info@kodi.is fyrir frekari upplýsingar.