Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020

Fjöldi fyrirtækja hefur staðist kröfur Viðskiptablaðsins og Keldunnar og kemst því á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Á næstunni mun Viðskiptablaðið gefa út veglegt blað þar sem þessum fyrirtækjum verða gerð góð skil.

Þó svo að rekstrarárið 2020 sé að reynast mörgum fyrirtækjum erfitt þá er við hæfi að viðurkenna þau sem hafa staðið sig sérstaklega vel á undanförnum árum. Þau fyrirtæki sem komast á lista þurfa að standast eftirfarandi kröfur:

  • Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
  • Tekjur þurfa að hafa verið umfram 30 milljónir króna.
  • Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
  • Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni t.d. skil á ársreikningi og rekstrarform.

Rekstrarárin 2019 og 2018 liggja til grundvallar en tekið er tillit til rekstrarársins 2017.

Frekari upplýsingar um listann má finna hér