Hluthafaskrá er komin í loftið á hluthafaskra.is. Stjórnarformaður fyrirtækis getur nú skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og veitt öðrum aðgang að kerfinu.
Hefðbundinn aðgangur að hluthafaskrá með helstu virkni er ókeypis.
Með Hluthafaskrá.is getur þú:
- Haldið utan um hluthafaskrá
- Skráð hækkun hlutafjár
- Skráð eigendaskipti
- Séð þróun hlutafjár
- Veitt framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendaaðgang að Hluthafaskrá.
- Veitt hluthöfum lesaðgang að Hluthafaskrá.
Undanfarnir mánuðir hafa farið í hönnun og þróun á kerfinu. Markmiðið er að auðvelda stjórnendum að halda utan um hluthafaskrá fyrirtækisins og í samvinnu við endurskoðendur og þá sem þekkja málefni hluthafa og útgefenda hlutafjár höfum við útbúið þá virkni sem við teljum mikilvægasta. Kerfið á að henta öllum fyrirtækjum, smáum sem stórum. Á næstunni munum við bæta við fleiri möguleikum og sjálfvirknivæða enn frekar allt utanumhald hluthafaskrár.