Er hluthafaskráin aðgengileg fyrir aðalfund?

Hluthafaskra.is hefur nú verið opin í um tvo mánuði. Á þeim stutta tíma hefur fjöldi fyrirtækja skráð sig og stofnað hluthafaskrá á vefnum. Við þökkum góðar móttökur og hlökkum til að sjá hópinn stækka enn frekar.

Aðalfundir og ársreikningar framundan

Nú líður að aðalfundum og gerð ársreikninga hjá mörgum fyrirtækjum og þá þarf hluthafaskrá að liggja fyrir. Tímabært er því að uppfæra hluthafaskrána og gefa hagsmunaaðilum aðgang að henni.

Sem hluthafi, stjórnarmaður eða annar hagsmunaaðili er mikilvægt að vita hvernig hluthafaskráin lítur út og hvaða hreyfingar hafa orðið á hlutafé.

Hvernig getur hluthafaskra.is komið að gagni?

  • Hægt er að gefa endurskoðanda, bókara, stjórnarmönnum, eða öðrum lesaðgang.
  • Hægt er að gefa öllum hluthöfum lesaðgang að hluthafaskránni með einum smelli.
  • Þróun hlutafjár er einfalt yfirlit sem nýtist vel til að gera grein fyrir eigendaskiptum, hækkun eða lækkun hlutafjár á árinu.