Er þitt fyrirtæki til fyrirmyndar?


Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021

Um miðjan október kemur út blaðið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri sem er samstarfsverkefni Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Blaðinu verður dreift með Viðskiptablaðinu og verður einnig pdf-útgáfa blaðsins opin öllum.

Við vorum nú að birta listann á Keldunni og hvetjum við alla framkvæmdastjóra til að skoða listann og athuga hvort að fyrirtæki þeirra sé Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2021, panta vottun og vera með auglýsingu í blaðinu.

Listinn sem er unninn upp úr gagnagrunni Keldunnar er aðgengilegur hér: https://leit.keldan.is/Lists/Excellent

Ef einhverjir telja að fyrirtæki sitt vanti á listann þá má endilega senda okkur línu á info@keldan.is

Risastór gagnagrunnur um íslensk fyrirtæki

Fyrir nokkrum árum byrjaði Keldan að safna upplýsingum úr ársreikningum. Áskrifendur Keldunnar hafa frjálsan aðgang að þessum upplýsingum og nota þær m.a. til skoða samkeppnina og meta núverandi og mögulega viðskiptavini á fyrirtækjamarkaði.

Á yfirlitssíðu fyrirtækja á Keldunni er hægt að skoða lykiltölur úr ársreikningum nokkur ár aftur í tímann. Einnig má á auðveldan hátt sækja upplýsingar um prókúruhafa, framkvæmdastjóra og stjórn. Dæmi um fyrirtækjasíðu