Kóði og Keldan auglýsa eftir Viðskipta- og Sölustjóra

Kóði og Keldan auglýsa nú eftir Viðskipta- og sölustjóra.

Viðskipta- og sölustjóri ber ábyrgð á að afla og viðhalda viðskiptasamböndum við viðskiptavini Kóða og Keldunnar.

Við leitum að reynslumiklum og árangursdrifnum aðila með reynslu af sölu og markaðsmálum.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Móta framtíðarstefnu félagsins í sölu- og markaðsmálum
 • Markaðssetning á vörum og þjónustu
 • Umsjón núverandi viðskiptatengsla og öflun nýrra
 • Umsjón með útgáfu kynningarefnis og fréttabréfum
 • Umsjón með atburðum og kynningum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Framtakssemi og útsjónarsemi
 • Sjálfstæð vinnubrögð og hæfileiki til hópvinnu
 • Hæfni til að byggja upp og viðhalda tengslum
 • Starfsreynsla á fjármálamarkaði og þekking á vörum og lausnum Kóða og Keldunnar er stór kostur.

Fríðindi í starfi

 • Mötuneyti
 • Net
 • Sími

Áhugasömum er bent á að sækja um í gegn um ráðningarvef Alfreðs hér:

https://alfred.is/starf/vidskipta-og-soelustjori