Skilaðu hlutafjármiðum í Hluthafaskrá

Öll hluta- og einkahlutafélög þurfa að skila hlutafjármiðum og hægt er að skila þeim beint í gegnum Hluthafaskrá. Einnig er hægt að uppfæra, eða eyða skiluðum miðum.

Skilafrestur hlutafjármiða er 20. janúar og því mikilvægt að hafa hraðar hendur.

Við minnum á að skil á hlutafjármiðum eru ókeypis í Hluthafaskrá þetta árið.


Hvernig skrái ég mig í Hluthafaskrá?

Innskráning í Hluthafaskrá er með rafrænum skilríkjum. Við fyrstu innskráningu hefur notandi aðgang að fyrirtækjum þar sem hann er skráður stjórnarformaður. Hann getur svo stofnað fleiri notendur áður en lengra er haldið.

Sé notandi ekki skráður stjórnarformaður er hægt að hafa samband við hluthafaskra@hluthafaskra.is

Fyrirtækin nálgast 1.000

Fjöldi fyrirtækja sem nota Hluthafaskrá eru nú í kring um 1.000

Það er því ljóst að fyrirtæki sjá sér hag í því að nota kerfi utan um hluthafaskrár sínar og von er á að fjöldinn aukist verulega á þessu ári.