Megi markaðurinn vera með þér

Á árinu 2021 jókst velta á hlutabréfamarkaði á Íslandi um 77% frá fyrra ári.

Fjöldi viðskipta með hlutabréf jókst á sama tíma um 71%.

Almennir fjárfestar hafa tekið stóran þátt í þessari aukningu og því er augljóst að áhugi þeirra á viðskiptum í kauphöllinni er að stóraukast.

Þegar keypt eru verðbréf skiptir öllu máli að hafa greiðan aðgang að upplýsingum um viðkomandi markað. Jafn og góður aðgangur að upplýsingum er ein forsenda að skilvirkni markaða.

Kóði og Keldan halda uppi fjölda fjártæknilausna sem auka aðgang að upplýsingum. Hér eru nokkrar helstu lausnir:

Keldan.is

Upplýsingaveita atvinnulífsins. Fréttir, markaðsupplýsingar og upplýsingar um skráð og óskráð fyrirtæki.


KODIAK Excel

Microsoft Excel viðbót sem gefur aðgang að gríðarstóru gagnasafni um verðbréf, fyrirtæki, gjaldmiðla, reiknivélar, ýmsar gagnaveitur á Íslandi, vísitölur og verðbréfasjóði.


KODIAK pro

Öflug lausn til að fylgjast með markaðinum í rauntíma, fá upplýsingar um söguleg viðskipti, dagslokaverð, geta sent pantanir beint á markað gegnum fjármálafyrirtæki og ýmislegt fleira.


Vaktarinn

Vaktarinn er öflugt greiningartól sem býður upp á vöktun og greiningu á þeim leitarorðum sem notandi kýs að vakta.


Við hvetjum alla fjárfesta til þess að nýta sér þessar lausnir og taka um leið upplýstari ákvarðanir.

Gleðilegt ár og megi markaðurinn vera með þér!