Ársreikningar ókeypis á Keldunni

Nú geta allir notendur Keldunnar sótt skönnuð frumrit ársreikninga sér að kostnaðarlausu. Á Keldunni er auðvelt að stofna notanda og með fyrirtækjaleitinni er lítið mál að finna þau fyrirtæki sem þú þarft upplýsingar um. Dæmi um yfirlitssíðu fyrirtækis Hægt er að vera notandi á Keldunni án þess að greiða sérstakt mánaðargjald en með því að … Continue reading Ársreikningar ókeypis á Keldunni

Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020

Fjöldi fyrirtækja hefur staðist kröfur Viðskiptablaðsins og Keldunnar og kemst því á lista yfir Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Á næstunni mun Viðskiptablaðið gefa út veglegt blað þar sem þessum fyrirtækjum verða gerð góð skil. Þó svo að rekstrarárið 2020 sé að reynast mörgum fyrirtækjum erfitt þá er við hæfi að viðurkenna þau sem hafa … Continue reading Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020

Keldan styrkir borðtennis á Íslandi

Keldan hefur gert styrktarsamning við Borðtennissamband Íslands. Með þessu vill Keldan styðja við öflugt starf borðtennissambandsins en efstu deildir karla og kvenna munu heita Keldudeildin í borðtennis keppnistímabilið 2020-2021 Fyrstu leikir í Keldudeildinni verða helgina 3. - 4. október. Vefsíða Borðtennissambands Íslands

Hvar er aftur hluthafaskráin?

Það er frekar einfalt mál að halda utan um hluthafaskrá einkahlutafélags en á síðustu árum höfum við, hjá Kóða, þurft að uppfæra hluthafaskrána okkar nokkrum sinnum. Við höfum meðal annars framkvæmt hlutafjáraukningu, sölu á hlutabréfum, gefið út jöfnunarbréf, lækkað hlutafé og gefið út valrétti. Stjórn og hluthafar eru með forkaupsrétt af nýjum hlutum og þegar … Continue reading Hvar er aftur hluthafaskráin?

Fylgstu með hlutabréfaverði í rauntíma með Keldu Appinu

Með Keldu Appinu getur þú fylgst með markaðnum í rauntíma. Með "in-app purchase" er hægt að kaupa áskrift fyrir 15,99 USD á mánuði en innifalið í áskriftinni er meðal annars eftirfarandi: Markaðsupplýsingar í rauntíma Gengi krónunnar í rauntíma Vöktun á hlutabréfum og gjaldmiðlum. Vertu með viðskiptalífið í vasanum!

Markaðurinn í rauntíma

Kóði býður upp á tvær leiðir til þess að fylgjast með markaðnum í rauntíma. KODIAK Pro Kerfið virkar á Windows tölvur og er mjög auðvelt í uppsetningu. Hentar vel þeim sem þurfa að fylgjast með markaðnum vinnu sinnar vegna. Ókeypis prufuaðgangur í tvær vikur hér Keldan App Premium Keldu appið hefur verið sótt yfir níu … Continue reading Markaðurinn í rauntíma

KODIAK Excel – nýtt dæmaskjal

Twitter notandinn @kapitalistasvin heldur áfram að gefa af sér og hefur nú gefið okkur leyfi til þess að deila með notendum KODIAK Excel nýju skjali sem hann setti saman. Skjalið tekur saman viðbrögð markaðarins við uppgjörum skráðra félaga í kauphöll en það má finna hérna. Þeir sem hafa áhuga á að prófa KODIAK Excel geta … Continue reading KODIAK Excel – nýtt dæmaskjal

Dregið í lukkuleik Kóða og Kapítalistasvíns

Á morgun verður einn heppinn þátttakandi dreginn út. Hinn heppni fær sex mánaða áskrift að KODIAK Pro og KODIAK Excel. Like og/eða retweet og þú ferð í pottinn. Fyrir þá sem vilja fylgjast með markaðnum og finnst gaman að grúska mæli ég hiklaust með KODIAK Pro og KODIAK Excel frá @kodiehf. Kóði og svínið ætla … Continue reading Dregið í lukkuleik Kóða og Kapítalistasvíns