Arðgreiðsla framundan? Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti til RSK

Fyrirtæki geta nú á auðveldan og skilvirkan hátt skilað fjármagnstekjuskatti af arði rafrænt beint til RSK með Hluthafaskra.is. Í Hluthafaskrá getur stjórnarmaður félags stofnað aðgang og ráðstafað öllum hlutum og deilt aðgangi til annara hluthafa og hagsmunaaðila. Kerfið er hannað til að auðvelda félögum allt utanumhald sem tengist skiptingu og skráningu sinna hluta. Með því … Continue reading Arðgreiðsla framundan? Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti til RSK

Bókhaldsstofur skila nú fjármagnstekjuskatti af arði á Hluthafaskra.is

Ný aðgerð í Hluthafaskrá gerir bókhaldsstofum kleift að senda inn skilagrein fyrir fjármagnstekjuskatt af arðgreiðslum sinna viðskiptavina beint í gegnum Hluthafaskra.is. Í Hluthafaskrá er nú hægt að skrá arðgreiðslur fyrirtækja og deila þeim á hluthafa ásamt því að skrá afdreginn fjármagnstekjuskatt. Bókhaldsstofur geta þá sent inn skilagreinar fyrir fjölda viðskiptavina í einu, þegar búið er … Continue reading Bókhaldsstofur skila nú fjármagnstekjuskatti af arði á Hluthafaskra.is

Nýir kaupsamningar aðgengilegir á Keldunni

Allir þinglýstir kaupsamningar til 13. maí sl. eru nú aðgengilegir á Keldan.is og bætast þeir við stórt safn samninga allt frá árinu 2006. Á vef Keldunnar er á einfaldan hátt hægt að leita eftir heimilisfangi fasteigna, hvort sem um ræðir íbúðarhúsnæði, sumarhús eða atvinnuhúsnæði. Þar eru helstu upplýsingar aðgengilegar úr kaupsamningum sem fengnar eru frá … Continue reading Nýir kaupsamningar aðgengilegir á Keldunni